Leiðbeinendanámskeið fyrir 2D Grunnnámskeið

Þetta námskeið er fyrir þá sem þegar hafa hlotið fræðslu og þjálfun í Solihull nálguninni og hafa hug á að leiðbeina öðrum sem hluta af sínu starfi, með því að kenna á námskeiði.

Mörgum hjúkrunarfræðingum finnst gagnlegt að vinna í 3-6 mánuði áður en þeir kenna námskeið á vegum Solihull nálgunarinnar og reynslan hefur síðan áhrif á námskeiðið.

Þeir sem starfa sjálfstætt eða einir gera sér fljótt grein fyrir eigin þörf fyrir fræðslu og þjálfun. Þessi námskeiðsdagur er þess vegna hannaður til að auka við og bæta hæfni og þekkingu sem þegar er fyrir hendi.

Við höfum búið til nokkrar tegundir fræðsluefnis fyrir leiðbeinendanámskeiðin:

Handbók leiðbeinandans – til að kenna 2D Grunnnámskeið.
Handbók leiðbeinandans – til að kenna 2D Grunnnámskeið – meðgöngutíminn.
Handbók leiðbeinandans – tl að kenna 2D Grunnnámskeið um fóstur og ættleiðingu.

Leiðbeinendur þurfa ekki að hafa sótt nákvæmlega sama námskeið og þeir hyggjast kenna, en þeir þurfa rétt fræðsluefni og aðgang að viðeigandi heimildum:

Þetta þýðir að leiðbeinandi þarf að sækja 2D Grunnnámskeiðið og síðan Leiðbeinendanámskeiðið (1 dagur) – en ef leiðbeinandinn kaupir Handbók leiðbeinandans fyrir meðgöngutímann og fræðslupakkann Journey to Parenthood, þá er hann tilbúinn og fær um að kenna 2D Grunnnámskeið – meðgöngutíminn.

 

Tegund fræðslu:

Þjálfun í að leiðbeina og kenna öðrum.

Lengd:

1 dagur.

Tilgangur námskeiðs:

Þjálfa leiðbeinendur í að standa sjálfir fyrir 2D Grunnnámskeiði.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Aðlaga Solihull nálgunina að hæfni til að leiðbeina öðrum, kynning á Handbók leiðbeinandans fyrir 2D Grunnnámskeið.

Verð: 45.000 kr.

Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is

Nauðsynlegur undanfari:

2D Grunnnámskeið

Fyrir:

Heilbrigðisstarfsfólk sem hefur hlotið þjálfun í Solihull nálguninni og vill leiðbeina öðrum.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

12