Upprifjun 1D

Þetta námskeið er til upprifjunar á Solihull fræðunum fyrir þá sem luku 2D Grunnnámskeiðinu fyrir 12 mánuðum eða meir. Tilgangurinn er að rifja upp þekkinguna á líkani Solihull nálgunarinnar og til að halda áfram að tengja saman fræði og starf.

Upprufjunardagurinn inniheldur: Nýjustu fræði um þróun heilans hjá mjög ungum börnum, endurskoðun á vinnu samkvæmt Solihull nálguninni, upprifjun á samhygð, gagnkvæmni og atferlisstjórnun, ígrundun um notkun Solihull nálgunarinnar, stuðningskerfi og nýjustu uppfærslur og breytingar innan Solihull nálgunarinnar.

Þú getur haldið þetta námskeið á þínu vinnusvæði. Ef þú vilt fylgjast með á námskeiðinu áður en þú heldur það sjálf(ur) þá geturðu fengið okkur til að halda það á þínu svæði, eða þú getur sótt námskeiðið þegar við höldum það á auglýstum tíma.

Þessu námskeiði er ætlað að styrkja þekkinguna úr 2D Grunnnámskeiðinu en það færst mest út úr því ef það er tengt áætlun um að tengja seman fræði og starf með umræðutíma, Upprifjunarnámskeiði og námskeiðunum um Tengls og Áföll.

Tegund fræðslu:

Námskeið

Lengd:

1 dagur

Tilgangur fræðslu:

Að rifja upp og byggja á fræðslunni úr  2D Grunnnámskeiðinu og styrkja þekkingu.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Rifja upp líkan Solihull aðferðarinnar. Dæmi um tengsl fræða og starfs.

Verð:

Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is

Undanfari:

Til að kenna þetta námskeið þarftu að hafa lokið 2D Grunnnámskeiðinu og Leðbeinendanámskeiðinu.

Fyrir:

Þá sem hafa lokið þjálfun í Solihull nálguninni.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

12