Grunnnámskeið í mars

2D Grunnnámskeið verður í haldið 3. og 17. mars nk í Hátúni 6A, 2. hæð, þar sem Geðverndarfélagið er með skrifstofu. Námskeiðið hefst báða dagana kl. 9 og lýkur kl. 16.  Hvor dagurinn er 6 klst. Staðsetning gæti breyst m.t.t. covid-19.

Öllum er heimill aðgangur að námskeiðinu.

Þátttakendur geta mest verið 12.

Tvær vikur líða milli fyrri dags og seinni dags. Sá háttur er hafður á til að þátttakendur notað tímann á milli námskeiðsdaganna til að velta fyrir sér samskiptum foreldra og ungra barna, t.d. með því að fara þar sem fólk kemur saman og gera eigin „vettvangsathuganir.“

Kennarar eru tveir, Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi og Elísabet Sigfúsdóttir félagsráðgjafi og fjölskyldufræðingur.

Verð fyrir 2D Grunnnámskeiðið er 65.000 kr. Vakin er athygli á að hægt er að sækja um styrk frá viðkomandi stéttarfélagi fyrir námskeiðskostnaðinum.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin með því að senda póst á gedvernd@gedvernd.is

 

Bókin The first five years (400 bls) er innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún kostar 14.900 kr í lausasölu.

Grunnnámskeið 2D

 

    Velja námskeið (nauðsynlegt):

    Nafn (nauðsynlegt)

    Kennitala (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Skilaboð til Geðverndarfélagsins

    Grunnnámskeið í mars