Solihull námskeið í október og nóvember

Geðverndarfélagið býður upp á nokkur Solihull námskeið í október og nóvember.

2D Grunnnámskeiðið verður haldið 12. október og 2. nóvember kl. 9-16 annars vegar og 16. og 30. nóvember hins vegar.

Félagið býður einnig upp á styttri námskeið fyrir lengra komna, Að skilja áföll 1. nóvember, Heilaþroski 29. nóvember og Tengslamyndun 15. nóvember.

Hægt er að skrá sig á námskeiðin hér, eða með því að senda póst á gedvernd@gedvernd.is.

Grunnnámskeiðið kostar 59.000 kr og styttri námskeiðin 29.000 kr. Hægt er að fá styrki frá mörgum stéttarfélögum vegna námskeiðanna.

Solihull námskeið í október og nóvember