Solihull aðferðin – Að skilja hegðun nemenda ykkar

Þjálfun alls skólastarfsfólks, allt frá kennurum og stjórnendum til móttöku- og stuðningsstarfsmanna, getur umbreytt öllu skólasamfélaginu og boðið upp á sameiginlegt tungumál og nálgun á alls kyns samskipti sem móta upplifun starfsfólks, nemenda og fjölskyldna þeirra. Skólanámskeiðið okkar útskýrir heilaþroska barna á einföldu máli og það hjálpar til við að þróa dýpri skilning á geðheilbrigði, hegðun og tilfinningalegri vellíðan til að styðja börn til að dafna.

Þessi þjálfun er þróuð og sniðin að þínum skóla. Námskeiðinu fylgir fræðsluefni, 30 síðna bæklingur, og leiðbeiningar til að hjálpa þér að fella nálgunina inn í starfsemi þína.

Solihull aðferðin – Að skilja hegðun nemenda ykkar

1-2 daga námskeið

Fyrir alla sem starfa innan sama skóla

Enginn nauðsynlegur undanfari

Um hvað er námskeiðið?
Námskeiðið Solihull aðferðin – Að skilja hegðun nemenda ykkar snýst allt um að styðja við tilfinningalega heilsu og vellíðan með áherslu á sambönd og hlúa að tengdum, viðkvæmum og móttækilegum samskiptum.
Solihull nálgunin varð til á gólfinu, í þverfaglegu samstarfi og öll þjálfun okkar og fræðsla er gagnreynd, þróuð af sálfræðingum, barnasálfræðingum og sérfræðingum. Solihull er hugmyndafræði og vinnur með fjölskyldum, hópum eða einstaklingum, þvert á starfsgreinar og samfélög.

Solihull nálgunin snýst einnig um að skilja heilaþroska til að skilja hegðun, samskipti og tilfinningalega heilsu.

Hverju mun það breyta?
Námskeiðið Solihull aðferðin – Að skilja hegðun nemenda ykkar er hannað til að nesta starfsfólk skólans með áhrifaríkri nálgun til að styðja fjölskyldur og bæta tilfinningalega heilsu og vellíðan barna og foreldra þeirra eða umönnunaraðila. Þjálfunin útskýrir grundvallaratriði heilaþroska á aðgengilegan, viðeigandi hátt til að styðja starfsfólk í ýmsum starfsgreinum. Með þessa þekkingu og vinnu, stutt mörgum raunverulegum dæmum, er allt starfsfólk skólans undirbúið til að veita fjölskyldum og ungu fólki sjálfstraust til að hafa raunveruleg og varanleg áhrif.

Solihull aðferðin og net þjálfaðra sérfræðinga hafa brennandi áhuga á snemmtækri íhlutun og gagnkvæmm samskiptum sem styðja andlega heilsu og vellíðan. Solihull aðferðin byggir á víðtækum, gagnreyndum grunni, bæði megindlegum og eigindlegum og sýnir framfarirnar í sambandi foreldris og barns, félagslegri hegðun barna, hegðunarerfiðleikum, kvíða og streitu foreldra og ánægju iðkenda.

Innihald námskeiðs

  • Kynning á heilaþroska ungbarna, yngri barna og unglinga
  • Að skilja hegðun sem samskipti
  • Solihull aðferðin (sálgreiningarkenning): Umhygð, gagnkvæmni, hegðunarstjórnun
  • Þróunaráfangar
  • Tilfinningaleg vellíðan
  • Áföll og skaðleg upplifun í æsku (ACE)
  • Samskipti foreldra og barns
  • Stuðningur iðkenda fyrir samskipti foreldra og barna

Hvernig fer námskeiðið fram?
Námskeiðið Solihull aðferðin – Að skilja hegðun nemenda ykkar er hannað fyrir kennara, skólastjórnendur og sveitarstjórnarfólk ásamt öðru starfafólki skólans til að styðja við notkun Solihull aðferðarinnar í hvaða skóla sem er.

Frekari upplýsingar hjá Geðverndarfélaginu: gedvernd@gedvernd.is

 

Já takk, ég vil gjarnan fá fréttir af Solihull

*