Meðgöngutíminn – Grunnnámskeið 2 dagar

Allir heilbrigðisstarfsmenn byrja á 2D Grunnnámskeiði til þess þeir kynni sér Solihull nálgunina og hvernig hægt er að notfæra sér hana í daglegu starfi með skjólstæðingum.

Solihull nálgunin býður upp á 2 daga Grunnnámskeið fyrir hópa fagfólks á Íslandi.

Fræðsla Solihull nálgunarinnar er sniðið fyrir hvern þann heilbrigðisstarfsmann sem vinnur með konur á meðgöngu og fjölskyldur á tímabili meðgöngu og eftir fæðingu og vill styrkja sig í Solihull nálguninni. Líkan Solihull nálgunarinnar er einnig gagnlegt fyrir hjúkrunarfræðinga sem vinna með smábörn, börn, unglinga og fjölskyldur. Námskeiðið er fyrir 12 þátttakendur í einu, í mesta lagi.

Þetta námskeið er fyrir ljósmæður, hjúkrunarfræðinga í heilsugæslu og þá sem heimsækja fjölskyldur, næringarráðgjafa og brjóstamjólkurráðgjafa og hvern þann sem vinnur með mæðrum og fjölskyldum fyrir fæðingu og eftir. Námskeiðið þjálfar þátttakendur í að hafa jákvæð áhrif á foreldra og reynslu þeirra af meðgöngunni, fæðingunni og tengslum nýrra foreldra við barnið.

Fræðsluefnið The Journey to Parenthood inniheldur m.a. upplýsingar um in utero þróun, þróun og þroska heila barna, fæðinguna, tilfinningaviðbrögð feðra á tíma meðgöngunnar og fæðingar, “óvelkomin” börn, “slysabörn”, táningsforeldra, fatlaða foreldra, geðsjúkdóma og meðgöngu, brjóstagjöf o.fl.

Geðverndarfélagið verðu með þetta námskeið reglulega í samstarfi við Ljósmæðrafélag Íslands.

Tvær vikur líða milli fyrri og seinni dags námskeiðsins, til að auðvelda tengingu fræða og starfs.

Þú þarft að nálgast viðeigandi fræðsluefni fyrir námskeiðið. Það hvetur til frekara náms um Solihull nálgunina og hvernig hún virkar í raunveruleikanum og auðveldar að tengja fræði við starf á vettvangi. Fræðslupakkinn, The Journey to Parenthood, er með síðum sem hægt er að ljósrita og nota í vinnu með forledrum.

Reynslan hefur kennt okkur að til þess að auðvelda fagfólki áframhaldandi notkun á Solihull nálguninni og tengja fræði við starf, sé nauðsynlegt að vera með kerfi viðvarandi stuðnings áður en námskeiðið hefst, sjá Making it happen. Margir staðir hafa farið sínar eigin leiðir til þess að tryggja viðvarandi stuðning, Sjá Solihull Approach in Use.

Hægt er að sækja námskeið til að öðlast réttindi til að kenna 2D Grunnnámskeið á þínu svæði.

Athugið að 2D Grunnnámskeiðin eru tvö: Grunnnámskeiðið sem allir byrja á áður en lengra er haldið og er opið hverjum sem er, og þetta 2D Grunnnámskeið um meðgöngutímann sem er eingöngu fyrir ljósmæður og hjúkrunarfræðinga í ung- og smábarnavernd.

Til að kenna námskeiðið þarftu fyrst að sækja Leiðbeinendanámskeið.

Hægt er að aðlaga námskeiðið að ákveðnum aldurshópi eða því svæði/sveitarfélagi þar sem þátttakendur vinna.

 

Tegund fræðslu:

2 daga námskeið

Lengd:

2 dagar með 2 vikum milli fyrri og seinni dags.

Tilgangur fræðslu:

Að kynna fyrir þátttakendum líkan Solihull nálgunarinnar að vinnu með verðandi mæðrum og fjölskyldum þeirra.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Þróun og þroski heilans í móðurkviði, kynning á líkani Solihull nálgunarinnar, læra að nota fræðsluefnið sem er innihaldsríkt um mörg efni, t.d. vinna með táningsforeldrum), æfingar í að greina vandamál og laga aðferðina að því.

Verð: 90.000 kr.

Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is

Nauðsynlegur undanfari:

Reynsla af vinnu með mæður/foreldra á meðgöngu.

Fyrir:

Ljósmæður, starfsfólk barnahúsa, hjúkrunarfræðingar, brjóstagjafarráðgjafar og aðrir sem vinna með mæðrum/fjölskyldum á meðgöngu og eftir fæðingu.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

12