Þetta námskeið er fyrir lengra komna. Hægt er að nota þessa þjálfun til að bæta meðvitund um áföll á vinnustað eða í hópi. Námskeiðið er hannað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börn og fullorðna.
Námskeiðið tekur einn dag. Það er hægt að sækja einungis þetta eina námskeið en það fæst meir út úr því sé það sótt í beinu framhaldi af 2 daga Grunnnámskeiðinu til að dýpka þekkingu og til að tengja saman fræði og starf. Ef þetta námskeið er sótt fyrir „Trauma Aware School“ þá er best að það sé sótt eftir „Whole School Training“.
Námskeiðinu fylgir bæklingurinn „Að skilja áföll.“
Þú getur haldið þetta námskeið í þínu sveitarfélagi eða vinnustað. Þá þarftu fyrst að vera búin(n) með 2D Grunnnámskeiðið, Að skilja áföll námskeiðið og Leiðbeinendanámskeiðið (Train the Trainers). Ef þú hefur áhuga á að halda þetta námskeið er þér velkomið að fylgjast fyrst með hvernig við berum okkur að, með því að sitja sem gestur á námskeiði sem við höldum.
Þessu námskeiði er ætlað fylgja eftir 2D Grunnnámskeiðinu, en mest gagn gerir það ef það er hluti af vinnu við að koma fræðum í framkvæmd þar sem hluti tímans á námskeiðinu fer í samræður og er fylgt eftir með Solihull námskeiðum fyrir lengra komna (Solihull Approach Advanced Trainings): Upprifjunardaginn, námskeiðunum Þróun heilans og Tengslamyndun. Þetta námskeið, Að skilja áföll tengir saman áföll við líkan Solihull aðferðarinnar um þróun heilans, tengslamyndun og utangenaerfðir.
Tegund fræðslu:
Námskeið
Lengd:
1 dagur
Tilgangur fræðslu:
Að skilja betur áhrif áfalla á börn og fullorðna. Að skilja hvernig áföll hafa áhrif á þróun og þroska heilans. Að greina hvernig áföll hafa áhrif á börn og fullorðna. Að skilja hvernig maður styður börn, fullorðna og samfélög sem hafa orðið fyrir áfalli eða áföllum. Að sýna hvernig Solihull nálgunin styður við allt framansagt.
Dæmi um umfjöllunarefni:
Áföll: tegund 1 og tegund 2. Þolmörk. Ferlið þegar maður gengur gegnum áfall. Taugafræði og áföll. Greina áföll. Bataferli eftir áfall. SELF líkanið. Áföll, tengsl og utangenaerfðir. Samfélagsáfall. Samfélag sem er sér meðvitandi um áföll.
Verð:
Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is
Nauðsynlegur undanfari:
Ef þú vilt halda þetta námskeið þarftu að hafa lokið 2D Grunnnámskeiðinu og Leiðbeinendanámskeiðinu.
Ef þú vilt sækja þetta námskeið þarftu að hafa lokið við 2D Grunnnámskeiðið.
Fyrir:
Þá sem hafa hlotið fræðslu og þjálfun í Solihull nálguninni, heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með börnum, fjölskyldum og follorðnum.
Hámarksfjöldi þátttakenda:
50