Þróun heilans 1D

Þetta námseið byggir ofan á fræðsluna frá 2D Grunnnámskeiðinu. Það tekur fyrir þróun heilans þegar barnið er enn í móðurkviði, þróun og þroska heilans á unglingsárum ásamt inngangi að speglun taugafruma.

 

Farið er í snögga upprifjun á líkani Solihull nálgunarinnar. Hægt er að halda námskeiðið eitt og sér, en mest gagn hefur maður af því með því að sækja það í framhaldi af 2D Grunnnámskeiðinu til að dýpka þekkingu og skilning og tengja fræði við starf.

Þetta námskeið var upphaflega hannað til að vera 3,5 klst námskeið en það reyndist of stuttur tími til að koma efninu á framfæri. Námskeiðið er nú 5 klst. sem gefur tækifæri til að ná betur utan um efnið. Námskeiðinu fylgir bæklingur um efnið.

Hægt er að fá kennaramöppu (á ensku) sem þú getur notað ef þú hefur áhuga á að halda þetta námskeið á þínu vinnusvæði. Ef þú vilt fylgjast með á námskeiðinu áður en þú heldur það sjálf(ur) þá geturðu fengið okkur til að halda það á þínu svæði, eða þú getur sótt námskeiðið þegar við höldum það á auglýstum tíma. Fræðslubæklingur (Supporting Information Booklets) verður aðgengilegur fyrir þátttakendur (ekki enn kominn út á íslensku) sem er hannaður til að tengja saman fræði og vinnu. Bæklingur sem þessi minnkar eða eyðir þörf fyrir mörg ljósrit á námskeiðinu.

Þessu námskeiði er ætlað að styrkja þekkinguna úr 2D Grunnnámskeiðinu en það færst mest út úr því ef það er tengt áætlun um að tengja seman fræði og starf með umræðutíma, Upprifjunarnámskeiði og námskeiðunum um Tengls og Áföll.

 

Tegund fræðslu:

Námskeið

Lengd:

5 klst.

Tilgangur fræðslu:

Að byggja á fræðslunni úr  2D Grunnnámskeiðinu og styrkja þekkingu á þróun heilans á öllum aldursskeiðum.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Hvernig heilinn þróast með hækkandi aldri, tengsl þróunarinnar við umheiminn og umhverfi, mikilvægi samskipta fyrir þróun heilans, tengsl milli samhygðar og gagnkvæmni, inngangur að fræðum um speglun taugafruma.

Verð:

Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is

Undanfari:

Til að kenna þetta námskeið þarftu að hafa lokið 2D Grunnnámskeiðinu. Best væri að þú hefði einnnig lokið leiðbeinendanámskeiði, en það er ekki skilyrði.

Fyrir:

Þá sem hafa lokið þjálfun í Solihull nálguninni.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

100