Fræðsla á meðgöngu: Undurbúningur fyrir fæðingu, undirbúningur fyrir lífið
Solihull aðferðin hjálpar til við að efla tilfinningaheilbrigði á meðgöngu – og eftir fæðingu
Solihull aðferðin er með 4 foreldrahópa
- Antenatal: Fyrir konur á meðgöngu og fjölskyldu þeirra
- Postnatal: Eftir fæðingu, 0-6 mánaða
- Postnatal Plus: Eftir fæðingu, 0-6 mánaða, þar sem gætir erfiðleika, s.s. vegna fæðingarþunglyndis eða vandamála með tengslamyndun.
- Að skilja hegðun barnsins þíns: 10 vikna og 10 skipta foreldrahópur fyrir börn 7 mánaða til 18 ára.
Þau sem vilja leiða foreldrahópa taka fyrst sérstakt Solihull námskeið til að læra að stjórna og leiða foreldrahópana. Að námskeiðinu loknu fá þátttakendur fræðslumöppu sem leiðir stjórnandann áfram og dregur upp dagskrá og verkefni fyrir foreldrahópinn. Sérstakt hópstjóranámskeið er fyrir hvern af ofannefndum 4 foreldrahópum.
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Geðverndarfélaginu, gedvernd@gedvernd.is