Solihull Approach

Geðverndarfélag Íslands er fulltrúi fyrir Solihull Approach á Íslandi, með samningi sem var undirritaður 28. febrúar 2019. Með honum er félagið “Solihull Approach Licenced Center” sem þýðir að félagið mun kynna þá þekkingu og reynslu sem SA hefur þróað á undanförnum áratugum innan breska heilbrigðiskerfisins, NHS. Þetta mun Geðverndarfélagið gera með því að bjóða upp á námskeið sem SA hefur þróað og boðið upp á á Stóra-Bretlandi og víðar.

Athugið að við notum 1D og 2D til að tákna dagsnámskeið og tveggja daga námskeið.

Solihull Approach í Englandi býður upp á mikið árval námskeiða. Geðverndarfélagið mun fyrst um sinn einbeita sér að:

  • 2 daga Grunnnámskeiðum, þau eru 3 og við byrjum á tveimur fyrstu: Grunnnámskeiðinu (fyrir alla) og Grunnnámskeiði um meðgöngu. Þriðja Grunnnámskeiðið, fyrir fóstur og ættleiðingu verður kynnt síðar.
  • Leiðbeinendanámskeiði fyrir þá sem vilja leiðbeina/þjálfa og standa fyrir námskeiðum Solihull nálgunarinnar.
  • Námskeiðum fyrir lengra komna (Solihull Approach Advanced Learning):
    • Að skilja áföll, 1D
    • Þróun heilans, 1D
    • Tengslamyndun 1D
    • Upprifjunarnámskeið 1D

 

 

 

Námskeið á netinu (verið er að vinna að þýðingum og uppsetningu)

 

 

 

Fyrir lengra komna

Fyrir þá sem vilja leiðbeina öðrum

Leiðbeinendanámskeið 1D

 

Skráðu þig á námskeið hér:

    Velja námskeið (nauðsynlegt):

    Nafn (nauðsynlegt)

    Kennitala (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Skilaboð til Geðverndarfélagsins