Geðverndarfélag Íslands

Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Félagið rak um tíma tvö vernduð heimili fyrir 3 heimilismenn hvort, 3 karla í Asparfelli og 3 konur í Ásholti í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur nú tekið við þessum einstaklingum. Félagið rekur áfangaheimili að Álfalandi í Reykjavík, en þar búa 7 einstaklingar og 1 þar að auki í lítilli íbúð í húsinu. Um áramótin 2009-2010 skrifuðu Geðverndarfélag Íslands og Geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss undir samstarfssamning um faglega stjórn Geðsviðs á áfangaheimilinu.

Geðverndarfélagið á íbúð á Kleppsvegi sem félagið lánar Landspítalanum, Barna- og unglingageðdeild, endurgjaldslaust til afnota fyrir foreldra geðveikra barna utan af landi.