Grunnnámskeið – 2 dagar

Allt heilbrigðisstarfsfólk byrjar á tveggja daga Grunnnámskeiði, til þess að kynnast Solihull aðferðafræðinni og hvernig hægt er að nýta hana í daglegu starfi í vinnu með einn skjólstæðing.

Geðverndarfélagið býður upp á tveggja daga Grunnnámskeið fyrir hópa heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi.

Markmið námskeiðsins er að bæta tilfinningaheilbrigði og vellíðan og kynna fyrir þátttakendum hvaða áhrif áföll í barnæsku hafa á þroska í samhengi við vinnu heilbrigðisstarfsfólks með börnum. (Ítarlegri upplýsingar um áhrif áfalla og ACE (Adverse Childhood Experience) er að finna í sérstöku námskeiði, Að skilja áföll.

Solihull nálgunin er aðferð til að skilja áhrif samskipta á heilsu og vellíðan og afleiðingar áfalla. Nálgunin er áhrifarík og samstæð leið fyrir marga faghópa sem geta nýtt aðferðina.

Þjálfun og fræðsla sem fæst á Solihull Approach námskeiðum er hönnuð fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk sem vinnur með smábörn, ung börn og börn á skólaaldri, ungt fólk og fjölskyldur þess, til þess að það geti notað Solihull nálgunina á hvaða stofnun eða starfsstöð sem er. Námskeiðið er fyrir mest 12 manns í einu.

Þau sem geta og hafa gagn af því að sækja námskeiðið eru, til dæmis, starfsfólk heilsugæslu og ungbarnaeftirlits, hjúkrunarfræðingar, skólahjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafar, ljósmæður, leikskólakennarar, grunnskólakennarar, lögregla og starfsfólk brunavarna.

Bókin The First Five Years er gagnlegt upplýsingarit fyrir foreldra um mörg úrlausnarefni við uppeldi og umönnun barna fyrstu fimm árin, s.s. hvað varðar svefn, grátur, pissa og kúka, leik og tilfinningalega og líkamlega þróun. Bókin The School Years er um þróun heilans, Solihull nálgunina og hvernig maður aðlagar hana að vinnu með börnum á skólaaldri (unglingar þar með taldir) og þar eru einnig upplýsingar um þunglyndi, fælniraskanir, átröskun o.fl.

Tvær vikur þurfa að líða milli fyrri dags og seinni dags til að auðvelda alögun fræðanna að raunveruleikanum.

Hver þátttakandi á námskeiðinu þarf viðeigandi bók. Það hvetur til áframhaldandi lesturs og náms um Solihull nálgunina og hvernig hún virkar í framkvæmd og auðveldar að tengja saman fræði og reynslu. Bókin er með síðum sem hægt er að afrita/ljósrita, fyrir foreldra.

Við höfum komist að því að til þess að tryggja áframhaldandi þekkingu heilbrigðisstarfsfólks á Solihull nálguninni og koma fræðum í verk, skiptir miklu máli að setja upp áætlun fyrir áframhaldandi stuðning áður en námskeiðið hefst, sjá Making it happen. Ýmsar leiðir hafa fundist til að styðja við innleiðingu aðferðarinnar, sjá Solihull Approach að störfum.

Hægt er að fara á námskeið sem gerir heilbrigðisstarfsfólki kleift að þjálfa aðra í Solihull nálguninni. Meiri upplýsingar eru hér um Kennum leiðbeinendunum (Train the Trainers).

Hægt er að laga námskeiðin að aldri skjólstæðinga sem heilbrigðisstarfsfólkið vinnur með.

 

Tegund námskeiðs

2 D, tveir heilir dagar, 6 klst. hvor.

Tímarammi:

2 dagar, með 2 vikum milli fyrri og seinni dags.

Tilgangur námskeiðsins:

Að kynna Solihull aðferðina fyrir heilbrigðisstarfsfólki eins og hún er í framkvæmd þar sem unnið er með smábörn, ung börn og fjölskyldur þeirra.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Heilaþroski barna, inngangur að Solihull aðferðinni, kynnast fræðsluefninu (sem er um svefn, grátur, piss og kúk, leik, tilfinninga- og sálræna þróun) æfing í að greina það sem maður sér og koma aðferðinni í framkvæmd í daglegu starfi.

Verð:

59.000 kr á mann fyrir mest 12 þátttakendur. Bókin The First Five Years er innifalin. Verðið inniheldur ekki ferðir kennara eða uppihald. Við reynum að ráða kennara sem búa nálægt þátttakendum til að spara kostnað.

Undanfari:

Reynsla af vinnu með fjölskyldur.

Fyrir:

Hvern þann sem vinnur með smábörn, ung börn, börn, foreldra eða fjölskyldur, t.d. ljósmæður, hjúkrunarfræðinga, skólahjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, sálfræðinga, presta, lögreglu, slökkvilið, lögfræðinga og aðra sem vinna með börn.

Hámarksfjöldi í hópi:

12

 

Þú getur skráð þig á námskeiðið hér:

    Velja námskeið (nauðsynlegt):

    Nafn (nauðsynlegt)

    Kennitala (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Skilaboð til Geðverndarfélagsins