Tengslamyndun 1D

Hér er um að ræða eins dags námskeið um tengslamyndun. Hægt er að halda námskeiðið eitt og sér, en mest gagn hefur maður af því með því að sækja það í framhaldi af 2D Grunnnámskeiðinu til að dýpka þekkingu og skilning og tengja fræði við starf. Þeir sem hafa hlotið þjálfun í Solihull nálguninni hafa mest gagn af námskeiðinu, en aðrir sem vinna í heilbrigðis-, skóla- og félagskerfinu geta sótt námekeiðið.

Fræðslubæklingur fylgir þessu námskeiði.

Þú getur haldið þetta námskeið á þínu vinnusvæði. Ef þú vilt fylgjast með á námskeiðinu áður en þú heldur það sjálf(ur) þá geturðu fengið okkur til að halda það á þínu svæði, eða þú getur sótt námskeiðið þegar við höldum það á auglýstum tíma.

Þessu námskeiði er ætlað að styrkja þekkinguna úr 2D Grunnnámskeiðinu en það færst mest út úr því ef það er tengt áætlun um að tengja seman fræði og starf með umræðutíma, Upprifjunarnámskeiði og námskeiðunum um Tengls og Áföll.

Tegund fræðslu:

Námskeið

Lengd:

1 dagur

Tilgangur fræðslu:

Að fara yfir öll grundvallaratriði fræða um tengslamyndun til að skapa sameiginlegan skilning. Sýna hvernig kenningar um tengslamyndun hafa þróast og  breyst. Sýna hvernig gæði tengsla aukast og breytast og verða skilin með hjálp Solihull nálgunarinnar. Kynna utangenaerfðir.

Dæmi um umfjöllunarefni:

Líffræðilegur grunnur tengslamyndunar, traustur grunnur, öryggi, Strange staða, flokkar tengsla, tengsl og samskipti, þróun kenninga um tengslamyndun, líkan Solihull aðferðarinnar og tengslamyndun, tengslamyndun í framkvæmd, utangenaerfðir og tengslamyndun.

Verð:

Hafðu samband: gedvernd@gedvernd.is

Undanfari:

Til að kenna þetta námskeið þarftu að hafa lokið 2D Grunnnámskeiðinu. Best væri að þú hefði einnnig lokið leiðbeinendanámskeiði, en það er ekki skilyrði.

Fyrir:

Þá sem hafa lokið þjálfun í Solihull nálguninni.

Hámarksfjöldi þátttakenda:

100