Fyrirlestur: The Body Keeps the Score

Við vekjum athygli á því að fimmtudaginn 24. mars mun geðlæknirinn Bessel van der Kolk, höfundur metsölu bókarinnar The Body Keeps the Score (2014),

vera með rafrænan fyrirlestur á málþinginu Líkaminn man á Læknadögum 2022, auk þess að taka þátt í umræðum að erindi loknu.

Heilbrigðisstarfsfólk getur keypt dagspassa í Hörpu og hlýtt á Bessel auk fleiri áhugaverðra fyrirlestra um andlega-og líkamlega heilsu, áföll, tengsl og samskipti.

Dagspassi kostar kr. 15.000.-

Viðburðurinn verður ekki í streymi.

Bessel van der Kolk er geðlæknir, rithöfundur, rannsakandi og kennari. Hann er prófessor í Geðlæknisfræði við Læknadeild Háskólans í Boston og forstöðumaður Trauma Research Foundation í Brooklyn Massachusetts.

Hann hefur starfað við rannsóknir á áfallastreitu (PTSD) frá 1970 og hefur birt yfir 150 vísindagreinar og einnig gefið út bækurnar: Posttraumatic Stress Disorder (1984), Psychological Trauma (1987) og Traumatic Stress (1996).

Hann hefur verið stjórnarformaður samtakanna International Society for Traumatic Stress Studies og varaformaður fyrir National Child Traumatic Stress Network.

Nánari lýsingar á starfi hans og vísindum má sjá á vefsíðu hans:

https://www.besselvanderkolk.com

 

Salur: Silfurberg B

 

Hádegisfyrirlestur

12:10 – 13:00 Í  hvaða hlutverki ert þú?

Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur EMPH, P.I.T.  meðferðaraðili

 

LÍKAMINN MAN  / The Body Keeps the Score

 

Fundarstjóri: Anna María Jónsdóttir, Geðlæknir og einn af stofnendum Miðstöðvar foreldra og barna

 

13:10 – 13:20 Margrét Ólafía Tómasdóttir, PhD, heimilslæknir

Formaður félags íslenskra heimilislækna

13:20 – 13:40 Tengsl, Samskipti og umferðarljósin!

Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir

13:40 – 14:20 The Body Keeps the Score
Bessel van der Kolk, Psychiatrist

14:20 – 14:40 Opnar umræður

Dr. van der Kolk og Margrét Ólafía Tómasdóttir

 

14:40 – 15:00  Kaffi

 

15:00 – 15:20  Heilsa Kvenna

Auður Smith, kvensjúkdómalæknir

15:20 – 15:40 Heilsa Karla

Guðmundur Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir

15:40 – 16:00 Heilaheilsa – taugateygjanleiki og hugleiðsla

Ingvar Hákon Ólafsson, heila- og taugaskurðlæknir

16:00 – 16:10 Hugleiðsla

Laufey Steindórsdóttir, gjörgæsluhjúkrunarfræðingur, jóga- og hugleiðslukennari

 

Fyrirlestur: The Body Keeps the Score