Mikill áhugi á Solihull aðferðinni

Geðverndarfélag Íslands og Solihull Approach skrifuðu undur samstarfssamning 27. febrúar 2019. Félagið hófst þegar handa við að þýða efni og staðfæra, undirbúa námskeið og velja hvaða námskeið og þjálfun hentaði Íslandi best. Ljóst var að við myndum byrja á Grunnnámskeiðinu, sem er tveggja daga námskeið þar sem 2 vikur líða milli fyrri og seinni dags.

,kk

Vinnu við að þýða aðal námsbókina, Fyrstu fimm árin, verður lokið á fyrri hluta ársins 2024. Það er mikill munur að hafa aðgang að öllu efni frá Solihull á íslensku.

Hazel Douglas, stofnandi Solihull Approach, og Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, að lokinni undirskrift undir samstarfssamning.
Hazel Douglas, stofnandi Solihull Approach, og Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Geðverndarfélags Íslands, að lokinni undirskrift undir samstarfssamning.

Eftirspurn eftir námskeiðum hefur aukist samhliða auknum áhuga á Solihull hugmyndafræðinni. Solihull aðferðin færir þeim sem vinna með ung börn verkfæri sem geta aukið velsæld ungra barna og foreldra þeirra, og bætt vinnuaðstæður fagfólks og ánægju í starfi.

Nú hafa yfir 100 manns lokið við Solihull Grunnnámskeiðið. 15 ljósmæður ljúka brátt 2 daga Grunnámskeiði fyrir fagfólk í meðgönguvernd, en námskeið eru nú í gangi í Reykjavík og Akureyri.

Bergið Headspace byggir vinnu sína með ungu fólki á Solihull aðferðinni, og sama má segja um Keðjuna, samstarfsnet um betri þjónustu við börn í Reykjavík.

Geðverndarfélagið býður sveitarfélögum samstarf um innleiðingu Solihull aðferðarinnar í alla vinnu með börn, í velferðarþjónustunni og í menntun og í samstarfi við heilsugæsluna, meðgöngu og ungbarnavernd.

 

Eftirfylgni og handleiðsla

Geðverndarfélagið leggur áherslu á að þau sem ljúka grunnnámskeiðinu og eru starfandi með ungum börnum og mæðrum/fjölskyldum, fái handleiðslu í framhaldi af námskeiðinu. Skírteini fyrir námskeiðið eru ekki afhent fyrr en að loknum 2 skiptum í handleiðslutíma, 1,5 klst. Heilbrigðisstarfsmaður kemur með tilfelli eða sögu úr vinnunni og ræðir við handleiðarann um hvernig málið var unnið og hvort hefði verið hægt að leysa það öðruvísi. Handleiðslan byggir á samræðum og ígrundun um hvernig best og farsælast sé að bregðast við og vinna með ákveðin mál sem varða skjólstæðinga.

 

Foreldrahópar

Nú er unnið að undirbúningi foreldrahópa. Solihull býður upp á 4 foreldrahópa:

  • Meðgönguhópur, 5 skipti (Antenatal)
  • 0-6 mánaða (Postnatal)
  • 0-6 mánaða + (Postnatal Plus) fyrir foreldra þar sem tengslavandamál eða fæðingarþunglyndi er til staðar
  • 7 mánaða – 19 ára: 10 skipti á 10 vikum, skipt í aldurshópa.

Geðverndarfélagið býður upp á eins dags námskeið fyrir þá sem vilja leiða foreldrahópa, sem fá að námskeiðinu loknu handbók sem leiðbeinir stjórnanda foreldraópsins um vinnuna.

 

Solihull Akademían

Þau sem hafa lokið Solihull Grunnnámskeiði og Solihull leiðbeinendanámskeiði hafa rétt á inngöngu í Solihull Akademíuna. Akademían hittist mánaðarlega og þar eru bækur bornar saman, unnið að hugmyndavinnu, rætt um kennslu og kennsluaðferðir og lagt á ráðin um næstu skref.

 

Haustráðtefna

Geðverndarfélagið og Solihull Akademían hafa ákveðið að standa fyrir árlegri haustráðstefnu þar sem Solihull aðferðin verðu rædd og skoðuð frá mögum hliðum. Þar gefst tækifæri á að kynnast nýjungum ásamt því að þar verða kynntar rannsóknir og flutt erindi um gang Soliull verkefnisins á Íslandi.
Fyrsta haustráðstefnan verður haldin 17. október nk.

 

 

Mikill áhugi á Solihull aðferðinni