Aðalfundur Geðverndarfélagsins 2015

Boðað er til aðalfundar Geðverndarfélags Íslands laugardaginn 11. apríl kl. 10 árdegis að Hátúni 10, 9. hæð.

Dagskrá skv. 6. gr. laga félagsins:

a) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.

b) Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins.

c) Lagabreytingar, ef nokkrar eru.

d) Kosning formanns, stjórnar og tveggja skoðunarmanna.

e) Formaður gerir grein fyrir helstu verkefnum, sem framundan kunnna að virðast.

f) Árgjald ákveðið til eins árs í senn.

g) Önnur mál.

h) Styrkveitingar úr Minningarsjóði Ólafíu Jónsdóttur og Minningarsjóði Kjartans B Kjartanssonar, ef stjórnir sjóðanna ákveða svo.

Stjórnin gerir svohljóðandi tillögu að breytingu á lögum félagsins:

„2. mgr. 6. gr. orðiðst svo: Aðalfund skal halda fyrir lok apríl ár hvert.“

Tillaga til stjórnarkjörs:

Formaður: Gunnlaug Thorlacius, félagsráðgjafi

6 stjórnarmenn: Eydís K Sveinbjarnardóttir, Kristín Gyða Jónsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Páll Biering, Sigurður Páll Pálsson, Víðir Arnar Kristjánsson.

2 skoðunarmenn: Björg Guðmundsdóttir, Kristinn Tómasson

Tillaga að árgjaldi: 3500 kr.

Með góðri kveðju,

Stjórnin.

Aðalfundur Geðverndarfélagsins 2015