Geðverndarfélag Íslands er félag fagfólks, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa, presta og fleiri sem láta sig geðheilbrigði varða. Félagið rak um tíma tvö vernduð heimili fyrir 3 heimilismenn hvort, 3 karla í Asparfelli og 3 konur í Ásholti í Reykjavík. Reykjavíkurborg hefur nú tekið við þessum einstaklingum. Félagið rak einnig áfangaheimili að Álfalandi í Reykjavík, en þar bjuggu 7 einstaklingar og 1 þar að auki í lítilli íbúð í húsinu. Um áramótin 2009-2010 skrifuðu Geðverndarfélag Íslands og Geðsvið Landspítala Háskólasjúkrahúss undir samstarfssamning um faglega stjórn Geðsviðs á áfangaheimilinu og í framhaldinu tók Landspítalinn við skjólstæðingunum og heimilinu var lokað.
Félagið einbeitir sér nú að Solihull aðferðinni með fræðslu og námskeiðum fyrir alla sem vinna með börn og með börnum, sérstaklega mjög ungum börnum og fjölskyldum þeirra.