Minningarsjóðir

Tveir minningarsjóðir eru reknir undir verndarvæng og umsjá Geðverndarfélagsins, Minningarsjóður Kjartans B Kjartanssonar og Minningarsjóður Ólafíu Jónsdóttur.

Kjartanssjóður veitir styrki til náms og Ólafíusjóður til rannsókna.

Í skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Kjartans B. Kjartanssonar segir í inngangi:

Kjartan Birgir Kjartansson, f. 15. 1. 1932, d. 3. 5. 1966, var aðstoðarlæknir við Kleppsspítalann, er hann lézt, og ætlaði hann sér að ljúka sérnámi í geðlækningum. foreldrar hans, Jóna Ingvarsdóttir og Kjartan J. Jóhannsson héraðslæknir, gengust fyrir stofnun þessa minningarstjóðs um áramótin 1966/´67, og var tilkynnt um sjóðsstofnunina á aðalfundi Geðvernarfélags Íslands hinn 25. apríl 1967.

Í 3. gr. Skipulagsskrár sjóðsins segir:

Tilgangur sjóðsins er að veita námsstyrki til þeirra, sem leggja í framhaldsnám vegna geðverndarstarfa eða meðferðar geðsjúkra, svo sem lækna, hjúkrunarkvenna, félagsráðgjafa, sálfræðinga og sjúkravinnukennara.

 

 

Í skipulagsskrá Minningarsjóðs Ólafíu Jónsdóttur segir m.a.:

Tilgangur sjóðsins er að veita vidurkenningu fyrir sérstaklega vel unnin geðverndarstörf og rannsóknir eða styrki til þeirra. Styrkir sjóðsins skulu að jafnaði vera óafturkræfir en stjórn sjóðsins er þó heimilt ad setja skilyrði fyrir veitingu þeirra.

 

Umsóknir um styrki úr sjóðunum skulu sendar til Geðverndarfélags Íslands, Hátúni 10, 105 Reykjavík. Styrkirnir eru auglýstir í Geðvernd, tímariti félagsins og eru veittir á aðalfundi félagsins í apríl ár hvert.

Sækja um styrk.