Námskeið

Við erum með nokkur námskeið í boði sem við getum haldið á vinnustöðum.

Á þessari síðu eru námskeið sem Geðverndarfélagið er með fyrir starfsfólk heilbrigðis-, félags- og skólakerfisins og aðra sem vinna með börnum, s.s. íþrótta- og frístundastarfsfólk, lögreglu og slökkvilið. Ef þú hefur á huga á að fá námskeið á þinn vinnustað eða sveitarfélag, sendu þá póst á gedvernd@gedvernd.is eða hringdu í félagið í síma 552-5508 og segðu okkur hvaða námskeiði þú hefur áhuga á.

Ef þú vilt fá upplýsingar um eða panta bækur og fræðsluefni þá geturðu haft samband við félagið og fengið efnið sent í pósti.

Við komum með námskeiðið á staðinn:

  • Við höldum námskeiðið á vinnustað fyrir starfsfólk þitt.
  • Þú getur skipulagt námskeið fyrir starfsfólk sem þegar hefur hlotið Solihull Approach þjálfun, (Train the Trainers) sem getur þá staðið fyrir námskeiði á vinnustaðnum.
  • Þú getur skipulagt þjálfun fyrir heilbrigðisstarfsfólk þannig að það geti skipulagt Solihull Approach Foreldrahópa (“Group Facilitator Trainings“).
  • Þú getur staðið fyrir upprifjunardegi, “Refresher Day” and Solihull Approach Framhaldsnámskeiðum til að tengja saman fræði og reynslu og byggja þannig ofan á 2 daga Grunnnámskeiðið.

Hér er listi yfir námskeiðin.

Flæðikort fyrir námskeiðin

Hér má nálgast kort yfir námskeiðin sem eru innan Solihull Approach. Þau eru ekki enn öll í boði á Íslandi er hægt er að sérpanta þau og þá mun Geðverndarfélagið koma því á laggirnar, annaðhvort með innlendum leiðbeinendum sem hafa hlotið til þess þjálfun eða með leiðbeinendum frá Solihull Approach í Birmingham á Englandi.