Bókin Fyrstsu fimm árin, sem við erum búin að þýða og gefa út á íslensku, er, eins og nafnið bendir til, fyrir þá sem vinna með yngstu börnin.
Solihull hefur einnig gefið út bók sem er ætluð þeim sem vinna í grunnskólum: Skólaárin er titill bókarinnar.
Þau sem vinna með grunnskólabörnum geta tekið sama Solihull 2 daga grunnnámskeið og þau sem vinna með yngri börnum, en geta fengið Skólaárin í stað Fyrstu fimm árin, þar sem fræðsluefnið er innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Skólaárin er næsta stóra þýðingarverkefni Geðverndarfélagsins, gera má ráð fyrir að þýðingin taki um eitt ár.
Skólaárin – Solihull fræðsluefni fyrir 2 daga grunnnámskeið