Aðalfundur Geðverndarfélagsins fór fram gegnum Zoom 1. október sl. Fundurinn fór fram samkvæmt venju og lögbundinni dagskrá, en var styttri en venjulegir fundir vegna formsins.
Breytingar urðu á stjórn félagsins, Arnbjörg Guðmundsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu og var Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, kosin í stjórn í hennar stað.
Gunnlaug Thorlacius var kosin formaður félagsins. Stjórnin mun skipta nánar með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi, en stjórnin fundar 1. mánudag hvers mánaðar.
Sæunn Kjartansdóttir kosin í stjórn GÍ