Aðalfundur Geðverndarfélagsins 2024

Aðalfundur Geðverndarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 11. apríl nk að Sigtúni 42 (húsi ÖBÍ) í Ólafarstofu á jarðhæð hússins. Fundurinn hefst kl. 17.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstsörf.

Um aðalfund segir svo í lögum félagsins í 6. og 7. gr.:

6. gr.
Starfsár félagsins er almanaksárið. Aðalfund skal halda fyrir apríllok ár hvert. Skal hann boðaður með auglýsingu í dagblöðum borgarinnar eða bréflega með minnst viku fyrirvara.

Aðalfundur er löglegur, ef löglega er til hans boðað.
Á aðalfundi eiga atkvæðisrétt allir skuldlausir einstakir félagar, en auk þess einn fulltrúi fyrir hverja 100 meðlimi (eða hluta úr hundraði) félags, sem er í Geðverndarfélaginu, þó ekki fleiri en fimm frá einu og sama félagi.
Verkefni aðalfundar eru:
a) Stjórnin gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu ári.
b) Gjaldkeri leggur fram til samþykktar endurskoðaða reikninga ársins.
c) Lagabreytingar, ef nokkrar eru.
d) Kosning formanns, stjórnar og tveggja skoðunarmanna.
e) Formaður gerir grein fyrir helstu verkefnum, sem framundan kunnna að virðast.
f) Árgjald ákveðið til eins árs í senn.
g) Önnur mál.

7. gr.
Skylt er félagsmönnum að taka sæti í stjórn, ef þeir eru til þess kjörnir og ekki til hindrunar ástæður, sem aðalfundur tekur gildar. Þó geta menn neitað endurkjöri, þegar þeir hafa átt sæti í stjórn í 2 kjörtímabil samfleytt.

Félagar eru hvattir til að mæta.

 

Aðalfundur Geðverndarfélagsins 2024