Aðalfundur GÍ: Anna María Jónsdóttir ný í stjórn

_25A3722
Gunnlaug Thorlacius flytur skýrslu stjórnar.

Aðalfundur Geðverndarfélagsins var haldinn í dag, fimmtudag 14. apríl. Fundurinn var með hefðbundnu sniði samkvæmt lögum félagsins. Breyting varð á stjórn, Páll Biering gaf ekki kost á sér áfram til stjórnarsetu og Anna María Jónsdóttir, geðlæknir, var kosin ný í stjórnina. Fram kom í máli Gunnlaugar Thorlacius, sem var endurkjörin formaður félagsins, að félagið hygðist á komandi starfsári einbeita sér að geðheilbrigði barna, sérstaklega barna geðsjúkra foreldra.

Að loknum aðalfundarstörfum tók gestur fundarins, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar Alþingis, til máls. Sigríður Ingibjörg ræddi um þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu, en líkur eru á að tillagan verði samþykkt á yfirstandandi þingi. Geðverndarfélagið sendi nefndinni athugasemdir við fyrstu drög tillögunnar. Fram kom í umræðum eftir ræðu Sigríðar Ingibjargar að nauðsynlegt væri að leggja meir áherslu á geðheilbrigði barna, alveg frá getnaði.

Engir styrkir voru veittir úr minningarsjóðum í umsjón félagsins að þessu sinni, eftir ríflegar úthlutanir undanfarin ár.

 

Tíðindamaður síðunnar ræddi við nýkjörinn formann, Gunnlaugu Thorlacius, að loknum fundi:

 

Aðalfundur GÍ: Anna María Jónsdóttir ný í stjórn