Fyrstu fimm árin – öll bókin á íslensku

Hafist var handa fyrir rúmu ári síðan að láta þýða aðal fræðsluefni Solihull grunnnámskeiðsins, bókina Fyrstu fimm árin, 400 blaðsíðna rit. Hrefna María Eiríksdóttir, þýðandi, hefur unnið mikið og gott verk sem Geðverndarfélagið er þakklátt fyrir.

Nú hafa 226 lokið Solihull grunnnámskeiðinu, 2 daga námskeiði sem þjálfar fólk í að styðjast við Solihull hugmyndafræðina í starfi og leik. Hluti þeirra sem hafa lokið grunnnámskeiðinu hafa fengið fyrri hluta þýðingarinnar en vantar seinni hlutan. Þau sem það á við geta komið við á skrifstofu félagsins að Sigtúni 42 og náð í sitt eintak. Þau sem luku námskeiðinu áður en fyrri hluti þýðingarinnar kom út, en fengu bókina á ensku, geta keypt íslensku þýðinguna. Hægt er að koma við á skrifstofunni eða senda okkur póst á gedvernd@gedvernd.is, pantað eintak og við sendum bókina í pósti.

Fyrstu fimm árin – öll bókin á íslensku