Mark Bellis á málþingi á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.

Húsfyllir var á málþingi Geðverndarfélagsins og Geðhjálpar 10. október 2018, á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, það komu um 500 manns, setið var í öllum sætum, tröppum, allt gólfpláss var notað og margir stóðu, auk þess sem opnaður var annar salur þar sem hægt var að fylgjast með dagskránni á skjá. Fundinum var einnig varpað á netið, bæði hér á facebook síðu Geðverndarfélagsins og á heimasíðu Geðhjálpar. Um 2100 manns fylgdust með útsendingunni. Hægt er að smella á upptökuna hér á síðunni og horfa á fundinn. Upptökunni verður einnig komið fyrir á youtube-rás Geðverndarfélagsins en þar er nú komið gott safn fræðandi myndbanda https://www.youtube.com/cha…/UCam1UrVqihBtQt5UYPRk8Kw/videos

Mark Bellis átti fund með barnamálaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, og ráðherrann sýndi málefninu mikinn áhuga, hafði kynnt sér málið mjög vel fyrir fundinn og er ákveðinn í að þoka málefnum barna til betri vegar, m.a. með því að koma ACE aðferðafræðinni með einhverjum hætti fyrir innan velferðarkerfisins. Ráðherrann sagðist vel gera sér grein fyrir hve mikið væri hægt að spara með því að grípa börn og halda utan um þau eins snemma á æviskeiðinu og hægt er.

 

Mark Bellis á málþingi á alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum.