Tímaritið Geðvernd 2015 komið út

Tímaritið Geðvernd, 44. árgangur, er komið út. Blaðið er efnismikið að vanda og Sigurður Páll Pálsson, ritstjóri Geðverndar, segir í inngangi:

“Að þessu sinni er efni blaðsins fjölbreytt. Ánægjulegt er að þrjár af greinum blaðsins byggja á  tveimur glænýjum doktorsritgerðum og meistaraprófsritgerð. Varla er hægt að ná lengra í gæðum og dýpt efnis sem kynnt er.”

Nýlunda er að í blaðinu er birt álit stjórnar Geðverndarfélagsins á nýtilkominni þingsályktunartillögu um geðheilbrigðisstefnu. Blaðið er hægt að nálgast hér á síðunni.

 

Tímaritið Geðvernd 2015 komið út