Aðalfundur Geðverndarfélagsins fór fram 24. apríl sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var samningur félagsins við Solihull Approach kynntur og gestur fundarins, dr Sigrún Sigurðardóttir flutti áhugavert erindi um sálræn áföll og áfallamiðaða þjónustu. Líflegar umræður sköpuðurst um erindi Sigrúnar.
Árgjald var ákveðið 4100 krónur.
Núverandi stjórn var endurkjörin ásamt skoðunarmönnum reikninga.
Ákveðið var að halda félagfund í félaginu til að kynna Solihull verkefnið og verður staður og stund tilkynnt síðar.
Aðalfundur 2019