Geðverndarfélagið hefur látið þýða fimm dönsk myndbönd um börn og geðsjúkdóma. Dr. Eydís K Sveinbjarnardóttir, hjúkrunarfræðingur og forseti heilbrigðisvísindasviðs við Háskólann á Akureyri styrkti þýðinguna með myndarlegu framlagi, en hún bað vini og vandamenn að leggja fé í sjóð til verksins, þegar hún lauk doktorsprófi, í stað þess að gefa sér gjafir. Geðverndarfélagið færir dr. Eydísi bestu þakkir.
Birting myndbandanna er liður í undirbúningi Alþjóða geðheilbrigðisdagsins 10. febrúar, en þá mun félagið ásamt 1001 dags-hópnum, Geðhjálp og fleirum standa fyrir myndarlegri dagskrá, kynningar- og upplýsingafundum til að vekja athygli á börnum og geðsjúkdómum og hvað hægt er að gera til að spara börnum og fjölskyldum þeirra þjáningar og samfélaginu fjárútlát.