Höfundur: Sigrún Júlíusdóttir

Dr. Sigrún Júlíusdóttir er prófessor í félagsráðgjöf við félagsráðgjafardeild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. Sigrún er stofnandi og formaður stjórnar Rannsóknastofnunar í barna- og fjölskylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ. Stofnaði og rekur meðferðarþjónustuna Tengsl.

Allar færslur höfundar

Nokkur orð um sýninguna My baby og verkefnið 1001 dagur

Um næstu helgi, 10 og 11. september, verður nýstárleg fagsýning undir heitinu My baby, haldin í Hörpu (sjá nánar:www.mybaby.is). Í tengslum við sýningu á ýmsu vöru- og þjónustuframboði fyrir foreldra og verðandi foreldra eru líka 10 fræðslufyrirlestar fagfólks. Þeir eru haldnir eftir hádegi báða dagana og fjalla um fjölmargt sem snertir heilsu og hamingju ungra barna. Ánægjulegt er að segja frá að þarna er líka bás um starfsemi forvarnarverkefnisins 1001 dagur. Í stuttu máli er markmið verkefnisins að tryggja þeim 4000 börnum sem fæðast árlega á Íslandi 1001 dag í öryggi og nánd með báðum foreldrum og treysta þannig tengslagrunn hvers barns. Þannig sé öllum börnum sköpuð skilyrði til að þroskast, verða heilsteypt manneskja og virkur samfélagsþegn. Verndari verkefnisins er forseti Íslands, Guðni TH. Jóhannesson. Verkefnið er stutt af Geðverndarfélagi Íslands sem einnig styrkir bás-kynningu á sýningunni. Háskólaútgáfan og Forlagið sjá um kynningu á bókum höfunda sem skoða má í básnum og eru þar til sölu. Í básnum má finna margvíslegt annað fræðsluefni (m.a.bæklinga, veggspjöld, myndbönd) um frumtengsl, parsamband og tilfinningatengsl og fleira sem lýtur að vellíðan kornabarna og fjölskylduvernd. Þrír úr hópnum flytja líka erindi á sýningunni um þetta efni, og fagfólk í hópnum mun standa vaktina báða dagana, tilbúið að miðla þekkingu um parsambandið, verðandi foreldra og þarfir og þroska ungra barna.

Nokkur orð um sýninguna My baby og verkefnið 1001 dagur