Ný sænsk rannsókn, birt 21. mars 2025, sýnir fram á gagnsemi Solihull aðferðarinnar í ungbarnavernd. Hjúkrunarfræðingar í ung- og smábarnavernd hlutu þjálfun í Solihull aðferðinni og í framhaldinu voru könnuð áhrif þjálfunarinnar á starf hjúkrunarfræðinganna með ungum börnum og foreldrum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar segir:
„Rannsóknin sýnir að Solihull aðferðin eykur verulega hæfni sérfræðinga hjúkrunarfræðinga í barnavernd, sem leiðir til persónumiðaðri og tengslamiðaðri nálgunar við foreldra og börn.“
Rannsóknina sjálfa er hægt að nálgast hér: Specialist Nurses’ Experiences of Working with Parental Support in Each and Every Encounter, According to an Evidence-Based Model in Child Healthcare