38. árgangur – 2009

Frá ritstjóra

Þema blaðsins er vonandi fjölbreytt fyrir lesendur. Lokið er yfirliti frá síðasta blaði um greiningu og meðferð geðklofa með tveimur greinum sérstaklega um iðjuþjálfun þeirra. Athygli vekur hvernig hægt er að nálgast verkefnið ólíkt. Auk þess er yfirgripsmikil grein um félagsfærniþjálfun geðklofa einstaklinga. Sérstök grein er um aðferðir og greiningar sálfræðinga á ofvirkni og athyglisbresti. Þetta efni er mikilvægt í ljósi mismunandi viðhorfa út í samfélaginu um það hvort vandamálið sé vangreint eða ofgreint. Sérstök grein er um siðblindu, greiningu og afleiðingar hennar fyrir samfélög. Efni sem er okkur Íslendingum ofar í huga en nokkru sinni þegar þættir efnahagshrunsins smá saman koma í ljós. Einnig er kynnt reynsla fulltrúa notenda á geðsviði LSH en sú staða var sett á fót fyrir nokkrum árum. Mikilvægt er að fylgjast með hvernig okkur tekst í raun að fá inn raddir notenda.

Geðverndarfélag Íslands hefur alla tíð haft þá stefnu að fræða breiðan lesendahóp um geðverndarmál. Allir höfundar lögðu sig fram og metnaður höfunda var til fyrirmyndar. Ég vil þakka þeim fyrir störf sín sem unnin eru með öðrum föstum störfum án nokkurrar umbunar. Einnig vil ég þakka ritrýnum en vegna reglna um slík störf er ekki hægt að geta þeirra hér. Stjórn og starfsmönnum Geðverndarfélagsins vil ég sérstaklega þakka en þeir hafa lagt á sig mikla vinnu.

Góð fræðsla og aukin þekking er grundvöllur framfara og umbóta fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra. Með von um að efni blaðsins nýtist leikum sem lærðum

Sigurður Páll Pálsson
Ritstjóri Geðverndar

38. árgangur – 2009