42. árgangur – 2013

Frá ritstjóra

Þema blaðsins er að þessu sinni tengt fíkniröskunum. Af mörgu var að taka en ritstjóri vill benda á að þegar hefur verið birt í fyrra tölublaði grein eftir Bjarna Össurarson um vímuefnavanda hjá ungu fólki. forvarnir, greining og meðferð (1 . t b l . • 35; 2 0 0 6)

Fyrsta fræðigreinin er gott yfirlit yfir fráhvarfsmeðferð. Önnur fræðigreinin lýsir ágætlega meðferð opíóða fíknar. Fræðigreinar þrjú og fjögur eru um Ritalín fíkn og Áhugahvetjandi samtal sem leið til bata. Grein fimm segir frá búsetuúrræðum fyrir konur í fíknivanda þar sem beitt er hugsun skaðaminnkandi nálgunar. Í grein sex er sagt frá reynslu Teiga þar sem beitt er hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar við dagmeðferð fíknar. Í grein sjö er um þjónustu og skyldur samfélagsins við konur í neyslu. Í grein átta er sagt frá upphafi og hugmyndafræði AA samtakanna en þau hafa mikla reynslu hvað varðar meðferð og forvarnir við fíknisjúkdóminn.

Að lokum er efni frá stjórn Geðverndarfélagsins og verkefni og atburðir ársins raktir. Vonandi tekst okkur áfram að vinna ötullega að geðverndarmálum.

Geðverndarfélag Íslands hefur alla tíð haft þá stefnu að fræða breiðan lesendahóp um geðverndarmál. Allir höfundar lögðu sig fram og metnaður höfunda var til fyrirmyndar. Ég vil þakka þeim fyrir störf sín sem unnin eru með öðrum föstum störfum án nokkurrar umbunar. Einnig vil ég þakka ritrýnum en vegna reglna um slík störf er ekki hægt að geta þeirra hér. Stjórn og starfsmönnum

Geðverndarfélagsins vil ég þakka en þeir hafa lagt á sig mikla vinnu. Góð fræðsla og aukin þekking er grundvöllur framfara og umbóta fyrir geðsjúka og aðstandendur þeirra. Með von um að efni blaðsins nýtist leikum sem lærðum

Sigurður Páll Pálsson
Ritstjóri Geðverndar

42. árgangur – 2013