1. tbl. 1. árg.

Að upphafi

Það hefur hefur alllengi vakað fyrir stjórn Geðverndarfélags Íslands að gefa út lítið tímarit um geðverndarmál, en úr því hefur þó ekki orðið fyrr en nú. Óþarft er að fara mörgum orðum um hlutverk þessa rits. Því er ætlað að veita fræðslu um geðverndarmál og stuðla að því, að betur verði séð fyrir geðveikramálum landsins en raun hefur orðið á til þessa. Stefnuskrá félagsins og þá jafnframt ritsins er fólgin í félagslögunum, sem hér eru birt, og verður látið nægja að vísa til þeirra um einstök atriði.

Ekki er enn ákveðið, hve oft þetta rit kemur út, en vilji er til þess að út verði gefin 2-3 hefti á ári af svipaðri stærð og þetta. Enginn fastur ritstjóri er heldur ráðinn enn sem komið er til að sjá um útgáfu ritsins, en undirritaður hefur tekið að sér að annast útgáfu þessa heftis. Ritið verður sent ókeypis öllum meðlimum Geðverndarfélags Íslands, en auk þess verður það til sölu.

Reykjavík, í janúar 1966

Benedikt Tómasson

1. tbl. 1. árg.